Eldur kom upp í flutningaskipi, sem var á siglingu miðja vegu milli Færeyja og Íslands á áttunda tímanum í kvöld. Sjö eru um borð í skipinu sem var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar. Skipið er vélarvana eftir eldsvoðann.
Uppfært kl. 23.30: Vélstjórum flutningaskipsins tókst að koma vélum þess í gang og siglir það fyrir eigin vélarafli í átt til Færeyja. Færeyska björgunarskipið Brimill siglir þó áfram til móts við það, en Þór hefur verið snúið aftur til Austfjarða.