Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þór og Brimill komu flutningaskipi til aðstoðar

27.11.2020 - 21:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Eldur kom upp í flutningaskipi, sem var á siglingu miðja vegu milli Færeyja og Íslands á áttunda tímanum í kvöld. Sjö eru um borð í skipinu sem var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar. Skipið er vélarvana eftir eldsvoðann. Uppfært kl. 23.30: Vélstjórum flutningaskipsins tókst að koma vélum þess í gang og siglir það fyrir eigin vélarafli í átt til Færeyja. Færeyska björgunarskipið Brimill siglir þó áfram til móts við það, en Þór hefur verið snúið aftur til Austfjarða.

Áhöfn skipsins náði að slökkva eldinn skömmu eftir að útkallið var sent. Björgunarþyrla frá Færeyjum var kölluð út en þurfti frá að hverfa.

Varðskipið Þór sem statt var á Héraðsflóa var sent til móts við skipið og einnig færeyska varðskipið Brimill. Bæði varðskipin eru um 160 sjómílur frá flutningaskipinu.

Gert er ráð fyrir að Brimill dragi skipið til Færeyja en Þór heldur stefnunni að skipinu til öryggis og ef á þarf að halda.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir