
Plastpokar bannaðir í þýskum verslunum frá 2022
„Tákngervingur auðlindasóunar“
„Plastpokinn er tákngervingur auðlindasóunar," segir þýski umhverfisráðherrann, Svenja Schulze, sem beitti sér mjög fyrir plastpokabanninu. Ráðleggur hún neytendum að grípa frekar til innkaupanets eða taupoka. Plastpokabannið nær þó ekki yfir litlu, þunnu pokana, sem gjarnan má finna í ávaxta- og grænmetisdeildum stórmarkaða.
Gagnslaus skrautfjöður og ólögmætt inngrip á markaði
Stjórnarandstaðan lætur sér fátt um bannið finnast. Þingmenn Græningja og vinstriflokksins Die Linke segja það gagnslausa skrautfjöður og Bettina Hoffmann, helsti talsmaður Græningja í umhverfis- og sjálfbærnimálum, segir það aðeins „dropa í hafið."
Þingmenn hægriflokkanna í stjórnarandstöðunni, AfD og FDP, greiddu atkvæði gegn banninu og sögðu það fela í sér óréttmætt inngrip á markaði án sannanlegs ávinnings fyrir umhverfið.