Martin og félagar með sigur í Euroleague

epa08741893 Valencia Basket's Martin Hermannsson (R) in action against FC Barcelona Lassa's Kyle Kuric during a Euroleague basketball match between Valencia Basket and FC Barcelona Lassa at Fuente San Luis in Valencia, eastern Spain 13 October 2020.  EPA-EFE/MIGUEL ANGEL POLO
 Mynd: EPA

Martin og félagar með sigur í Euroleague

27.11.2020 - 20:53
Valencia hafði betur gegn Fenerbache í Euroleague, sterkustu körfuboltadeild Evrópu, í kvöld. Martin Hermannsson fékk ekki leyfi frá Valencia til að spila með landsliðinu í þessum landsleikjaglugga og lék því með sínu félagsliði í kvöld.

Martin skoraði þrjú stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í 90-86 sigri Valencia og situr liðið nú í 4. sæti Euroleague.

Íslenska landsliðið er nú statt í Slóvakíu en Ísland vann Lúxemborg í gær og mætir Kósóvó á morgun. Martin leikur ekki með liðinu að þessu sinni en þar sem Valencia er með þátttökurétt í Euroleague getur Valencia meinað leikmönnum að spila með landsliðum sínum ef landsleikir skarast á við leiki félagsins. 

Ísland mætir Kósóvó á morgun klukkan 15:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.