Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá

27.11.2020 - 14:13
epa08643495 Belarus President Alexander Lukashenko speaks with Russian Prime Minister Mikhail Mishustin (not seen) during their talks in Minsk, Belarus, 03 September 2020. Russian Prime Minister Mikhail Mishustin is on a visit to Minsk.  EPA-EFE/ALEXANDER ASTAFYEV / GOVERNMENTAL PRESS SERVICE / SPUTNIK POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - Sputnik
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.

Stjórnarandstæðingar hafa safnast saman um hverja helgi og krafist afsagnar forsetans frá því í kosningum 9. ágúst. Hann og stuðningsmenn hans eru sakaðir um víðtæk kosningasvik. Lúkasjenkó sakar vestræn ríki um að standa að baki mótmælunum. Hann hefur verið við völd í 26 ár og er iðulega nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu.