Boðað hefur verið til þingfundar klukkan tvö þar sem rædd verða lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Dómsmálaráðherra sagði eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að kjaradeila varðaði almannaöryggi „og þessi starfsemi Landhelgisgæslunnar verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Flugvirkjar höfnuðu í gær sáttatillögu ríkissáttasemjara. Allir björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar eru óstarfhæfar þar sem ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi.