Í frétt á vef Borgarleikhússins segir að bókasafn Gísla Rúnars, sem hafi verið yfirgripsmikið og glæsilegt, eigi eflaust eftir að koma kynslóðum framtíðar að góðum notum.
Gísli Rúnar Jónsson féll frá 67 ára að aldri í júlí. Hann var einn af ástsælli skemmtikröftum landsins og kom víða við sögu í íslensku listalífi og brá sér í líki tuga persóna með leik, söng og gríni í sjónvarpi, útvarpi og á sviði. Hann var einnig leikskáld og þýðandi.
Rétt fyrir andlát sitt lagði hann lokahönd á limrubók sem kom út fyrir skömmu og geymir fjöldann allan af myndskreyttum vísum eftir hann sjálfan.