Skapar handverk úr því sem hann finnur í náttúrunni

Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV/Landinn

Skapar handverk úr því sem hann finnur í náttúrunni

26.11.2020 - 10:57

Höfundar

„Það er bara úr garðinum hérna og í kring, garðinum á steinasafninu. bara hvar sem ég fæ timbur. En helst vil ég fá rekavið," segir handverksmaðurinn Sveinn Lárus Jónsson. 

Landinn heimsótti Svein á Stöðvarfjörð. 

Fyrir nokkrum árum byrjaði hann að vinna muni úr hinum ýmsu hráefnum sem hann finnur í nátturunni, timbri og beinum og þar á meðal hvalbeini. „Mér finnst alltaf skemmtilagst að fá rekavið, helst illa farinn, þá er gaman að vinna úr honum," segir Sveinn. Hann hefur búið til skálar úr efniviðnum en einnig lyfjabox, bjöllu og dokku til að geyma garn. Hann segir konuna hafa sent sig niður á verkstæði að smíða lyfjaboxið eftir að umbúðirnar sem hann fékk lyfin sín send í breyttust. „Konan sagði: „farðu niður og búðu til kut undir rúlluna. Síðan hef ég gert nokkra."