Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins

epa08838547 A Bangladeshi health official collects a swab sample at a coronavirus testing center of the Mugda Medical College and Hospital in Dhaka, Bangladesh, 24 November 2020. According to local media reports, Bangladeshi Prime Minister Sheikh Hasina said the government will pay special attention to keeping people safe from coronavirus amid the worsening of the pandemic during the winter.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.

Joe Biden, tilvonandi forseti, ávarpaði Bandaríkjamenn í tilefni Þakkargjörðarhátíðarinnar og hvatti þá til bjartsýni. „Lífið verður eðlilegt aftur,“ sagði Biden og bætti við að faraldurinn varaði ekki að eilífu.

Austur í Rússlandi fjölgaði smituðum um ríflega 25 þúsund síðasta sólarhring og 524 létust, sem er metfjöldi annað skiptið í vikunni. Suður-Kóreumenn óttast að þriðja bylgja faraldursins sé yfirvofandi en tilfellum hefur fjölgað mjög þar í landi undanfarið.

Um það bil vika lifir af ströngum samkomutakmörkunum sem hafa víðtæk áhrif á daglegt líf 23 milljóna á Englandi. Enn er vonast til að aðstæður leyfi að slaka á takmörkunum þar í landi.

Þjóðverjar hafa farið þess á leit við Austurríkismenn að þeir loki skíðastöðum sínum fram í janúar. Óttast er að skíðaþyrstir Evrópubúar flykkist ella til Austurríkis en allar skíðabrekkur í Þýskalandi og Frakklandi eru lokaðar.

Talsmenn lyfjafyrirtækisins AstraZeneca segja efasemdir um vernd bóluefnis þess gegn kórónuveirunni kalla á frekari rannsóknir á því. Það hamli þó vart leyfum til notkunar þess í Evrópu.

Undanfarinn sólarhring greindust 635 þúsund ný kórónuveirutilfelli á heimsvísu og yfir tólf þúsund létust. Langflest smit og dauðsföll má rekja til Bandaríkjanna, Brasilía er í öðru sæti og Indland í því þriðja.