Berglind: „Stigum upp í seinni hálfleik“

Mynd: Tomasz Kolodziejski / RÚV

Berglind: „Stigum upp í seinni hálfleik“

26.11.2020 - 19:46
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins, jafnaði metin fyrir Ísland gegn Slóvakíu í dag. Berglind var virkilega ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik.

 

„Þetta var bara karakterssigur, það er alveg hægt að segja það. Algjört andleysi í fyrri hálfleik en svo stigum við upp í seinni hálfleik og unnum góðan sigur,“ segir Berglind Björg, sem jafnaði metin í 1-1 í seinni hálfleik. 

Berglind var allt annað en sátt við frammistöðu Íslands í kvöld þrátt fyrir að liðinu hefði tekist að næla í stigin þrjú sem voru í boði. Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn kemur eða þann 1. desember. Hvað þarf íslenska liðið að gera betur gegn Ungverjum en gegn Slóvökum í kvöld?

„Bara að mæta til leiks, í fyrsta lagi. Vinna í veikleikunum, sem við gerðum í dag. Þá tökum við Ungverjaland,“ segir framherjinn Berglind Björg.