Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ari Trausti ætlar að hætta á þingi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

Ari Trausti hefur verið alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2016 og hefur sinnt formennsku Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál frá árinu 2017.

Ari segir í yfirlýsingu að hann hafi þegar tilkynnt samflokksfólki sínu um ákvörðun sína og að nú ljúki „þessum leiðangri mínum á pólitískum háfjöllum þann 25. september n.k., fari allt eins og til stendur.“

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV