Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Upplýsingafundur almannavarna 25. nóvember 2020

25.11.2020 - 10:40
Mynd: Almannavarnir / Almannavarnir
Velferð og atvinnumál eru í brennidepli á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna COVID-19 klukkan 11 í dag. Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan, í Sjónvarpinu og á Rás 2.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn stýrir fundinum. Gestir verða Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Upplýsingafundirnir á miðvikudögum eru einskonar þemafundir þar sem áherslur til ákveðinna hópa í samfélaginu eru tíundaðar og settar í forgang.