Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Tólf mótmælendur ákærðir fyrir að móðga Tælandskonung

25.11.2020 - 04:26
epa08832585 A Thai student wearing a tiny rubber duck hair clip, flashes the three-finger salute during an anti-government demonstration organized by the 'Bad Students' group in Bangkok, Thailand, 21 November 2020. Under the theme 'Bye bye dinosaurs,' the Bad Students group used modeled meteorites to strike 'dinosaur' minded government officials. Thai students gathered to protest against the government, demanding the Education Ministry to reform education, and calling on the Education Minister Nataphol Teepsuwan to resign.  EPA-EFE/NARONG SANGNAK
„Þriggja fingra kveðjan“ er einkennismerki mótmælenda í Taílandi, sem vilja stjórnina burt, lýðræðið virkt og kónginn valdaminni og sviptan helgiljóma sínum Mynd: EPA-EFE - EPA
Tólf taílenskum aðgerða- og lýðræðissinnum var í morgun stefnt fyrir dóm, þar sem þeim verður gert að svara til saka fyrir brot gegn banni við því að meiða æru og heilagleika konungs. Hvert slíkt brot getur varðað allt að 15 ára fangelsi. Í frétt AFP segir að þetta sé í fyrsta skipti í hartnær þrjú ár, sem ákært er fyrir brot af þessu tagi.

Er þetta nýjasta útspil taílenskra stjórnvalda í viðleitni þeirra til að kveða niður fjöldamótmæli síðustu mánaða, þar sem mótmælendur krefjast gagngerra lýðræðisumbóta, afsagnar ríkisstjórnarinnar og breytinga á stjórnarskránni, sérstaklega hvað heilagleika og ósnertanleika konungs varðar.

Segir þakið rofið og að ekkert fái stöðvað mótmælendur

Mótmælin eru drifin áfram af ungu fólki, ekki síst háskólastúdentum. Einn þeirra, hinn 22 ára Parit Chiwarak, segist á Twitter hafa fengið stefnu þar sem hann er sakaður um brot gegn konungi og fleira. Hann segist hvergi banginn, því „þakið [hafi] verið rofið," og ekkert fái haldið aftur af mótmælendum héðan af.

Mannréttindasamtök taílenskra lögmanna segja minnst 12 manns úr forystusveit mótmælenda hafa borist samskonar stefna, þeirra á meðal félagi í samtökunum, mannréttindalögfræðingurinn Anon Numpha.