Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu

25.11.2020 - 19:22
epa08841517 (FILE) - Argentine soccer legend Diego Maradona cheers his team Boca Juniors after winning the Copa Sudamericana (South America Cup) soccer final against Mexico's Pumas Unam at La Bombonera stadium in Buenos Aires, Sunday, 18 December 2005. (re-issued 25 November)   According to reports Maradona died after a heart attack.  EPA-EFE/Martin Zabala
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu meðan þjóðin syrgir knattspyrnugoðsögnina Diego Armando Maradona. Maradona lést í dag en ákveðið var sömuleiðis að loka skólum í Napoli þar sem hann lék lengi vel.

Knattspyrnuheimurinn hefur vottað þessum frábæra knattspyrnumanni virðingu sína á margvíslegan hátt í dag en gert er ráð fyrir því að mínútu þögn verði fyrir alla leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 

Þá tilkynnti Alberto Fernandez, forseti Argentínu, núna seinnipartinn að framundan væri þriggja daga þjóðarsorg þar sem fólk minnist knattspyrnusnillingsins Maradona. 

Þá hefur Napoli brugðið á það ráð að loka skólum og ljóst að áfallið er ekki síðra á Ítalíu en í heimalandi Maradona þar sem hann gerði frábæra hluti með liði Napoli. 

Samlandi Maradona og einn af bestu knattspyrnumönnum samtímans, Lionel Messi, minnist Maradona í samtali við Goal.com. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur Argentínumenn og fyrir fótboltann. Hann yfirgefur en fer ekki, því Diego er eilífur,“ sagði Messi í samtali við Goal. 

epa08841730 A portrait of Argentine soccer legend Diego Maradona is displayed on a giant screen as players of Moenchengladbach and Shaktar Donetsk bit farewell to him prior to the UEFA Champions League group B soccer match between Borussia Moenchengladbach and Shakhtar Donetsk in Moenchengladbach, Germany, 25 November 2020.  EPA-EFE/Sascha Steinbach
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mínútu þögn verður fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu.
gunnar.birgisson's picture
Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður