Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eldið þokast nær dýrmætum laxveiðiám í Vopnafirði

25.11.2020 - 13:48
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Veiðifélög Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár í Vopnafirði vara við áformum Fiskeldis Austfjarða um laxeldi í Seyðisfirði. Eldi þar yrði talsvert nær Vopnafirði en eldið í Reyðarfirði sem nú er næst þessum laxveiðiám.

Í sameiginlegri ályktun veiðifélaganna segir að nálægðin sé verulegt áhyggjuefni. Laxfiskar hafi sloppið úr opnum sjókvíum hérlendis og gengið upp í ár fjarri uppelsistöðvum sínum. Erfðablöndun við eldislax, trufli náttúruval, ratvísi og dragi úr líffræðilegum fjölbreytileika. Veiðifélögin krefjast þess að skorið verði úr um hverjir beri ábyrgð á yfirvofandi umhverfistjóni og hvernig áformað yrði að mæta því, ef til þess kæmi.