Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Biden með ríflega 80 milljónir atkvæða

epa08806891 President-elect Joe Biden (C) on stage during a celebratory event held outside of the Chase Center in Wilmington, Delaware, USA, 07 November 2020. Major news organizations have called the US presidential election 2020 for democrat Joe Biden, defeating incumbent US President Donald J. Trump.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
Joe Biden. Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fékk meira en 80 milljón atkvæði í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði eða fleiri en nokkur annar hefur fengið í forsetakosningum vestanhafs. 

CNN greinir frá þessu og segir að Biden hafi fengið áttatíu milljónir atkvæða og ellefu þúsundum betur, en sú tala eigi eftir að hækka þegar öll atkvæði hafi verið talin.

Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi fengið nærri 74 milljónir atkvæða, sem er næstmesti fjöldi atkvæða í forsetakosningum vestra. 

Biden hafi tryggt sér 306 kjörmenn, en Trump 232, en atkvæði 270 kjörmanna þurfi til að tryggja sér forsetaembætti.