Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Trump lúffar og leyfir Biden að undirbúa valdaskiptin

epaselect epa07908372 Democratic candidate for United States President, Former Vice President Joe Biden, smiles as he prepares to make a speech during a campaign stop at the Governor's Inn in Rochester, New Hampshire, USA, 09 October 2019. During his address, Biden said, 'Donald Trump has violated his oath of office, betrayed this nation and committed impeachable acts. To preserve our Constitution, our democracy, our basic integrity, he should be impeached'.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA
Alríkisstofnun sem annast innsetningu nýs forseta (GSA) hefur staðfest að Joe Biden geti hafið undirbúning forsetaskiptanna. Donald Trump forseti virðist þar með hafa leyft hinu formlega ferli að hefjast.

Stofnunin hefur haldið að sér höndum en Emily Murphy, forstöðumaður hennar, þvertekur fyrir að það hafi verið vegna pólítísks þrýstings frá Hvíta húsinu. Nú hefur hún staðfest í bréfi að nú megi hefja valdaskiptin.

Svo virðist sem Donald Trump forseti hafi loks sætt sig við úrslit kosninganna en hann skrifaði á Twitter að tímabært væri að stofnunin gerði það sem henni bæri að gera.

Hann bætti þó við að lögfræðiteymi hans muni halda áfram baráttu sinni og hann sé sannfærður um að hafa betur að lokum.

Murp­hy staðfestir í bréfinu að sig­ur Biden sé formlega staðfestur. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir að niðurstöður kosninganna í Michigan-ríki lágu endanlega fyrir.  

Ákvörðun stofnunarinnar þýðir að nú hafa Biden og hans fólk aðgang að sjóðum ríkisins, skrifstofum og opinberan aðgang að embættismönnum alríkisins.

Yohannes Abraham, sem hefur yfirumsjón með valdaskiptunum fyrir hönd Bidens, segir að á næstu dögum verði fundað með embættismönnum meðal annars um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og stöðu ríkisöryggismála.