Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2021

Tónlistarnemarnir Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur, Jóhanna Brynja Ruminy, fiðla, Jón Arnar Einarsson, básúna, Marta Kristín Friðriksdóttir, söngur, reyndust hlutskörpust í keppninni í ár, sem fór fram með nýju og breyttu sniði. Ólíkt fyrri árum gátu nemendur á öllum námsstigum háskólans tekið þátt og aldurstakmarkanir afnumdar.
 Mynd: - - SÍ

Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2021

24.11.2020 - 10:39

Höfundar

Fjórir framúrskarandi tónlistarnemar báru sigur úr býtum í keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóli Íslands standa fyrir.

Tónlistarnemarnir Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur, Johanna Brynja Ruminy, fiðla, Jón Arnar Einarsson, básúna, Marta Kristín Friðriksdóttir, söngur, reyndust hlutskörpust í keppninni í ár, sem fór fram með nýju og breyttu sniði. Ólíkt fyrri árum gátu nemendur á öllum námsstigum háskólans tekið þátt og aldurstakmarkanir afnumdar.

Í dómnefnd sátu Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og tónlistarfræðingur, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og Herdís Anna Jónasdóttir söngkona.

Sigurvegararnir stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg undir stjórn Önnu-Mariu Helsing fimmtudaginn 14. janúar 2021.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Gott að finna stuðning og heyra þetta lifna við