Sara og félagar hefja titilvörnina gegn Juventus

epa08636250 Alexandra Popp (R) of Wolfsburg in action against Sara Bjork Gunnarsdottir of Lyon during the UEFA Women Champions League final between Vfl Wolfsburg and Olympique Lyon in San Sebastian, Spain, 30 August 2020.  EPA-EFE/Gabriel Bouys / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Sara og félagar hefja titilvörnina gegn Juventus

24.11.2020 - 12:45
Dregið var í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í morgun. Sara og félagar í Lyon hefja titilvörn sína gegn ítalska liðinu Juventus á heimavelli þeirra síðarnefndu.

Lyon tryggði sér sigur í Meistaradeildinni á síðasta tímabili í lok ágúst en það var einmitt Sara Björk sem skoraði lokamark Lyon í 3-1 sigri á Wolfsburg í úrslitaleiknum.

Þá mætir Valeranga, þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir leikur, Bröndby frá Danmörku og Glódís Perla og liðsfélagar hennar í Rosengård mæta Lanchkhuti frá Georgíu.

Leikirnir fara fram níunda og tíunda og fimmtánda og sextánda desember.

32-liða úrslit:
St. Pölten - Zürich
Lanchkhuti - Rosengård
Gautborg - Manchester City
Sparta Prag - Glasgow City
Juventus - Lyon
ŽFK Spartak - Wolfsburg
Fiorentina - Slavia Prag
Benfica - Chelsea
Pomurje - Fortuna Hjørring
WFC-2 Kharkiv - BIIK-Kazygurt
Vålerenga - Brøndby
Ajax - Bayern München
PSV Eindhoven - Barcelona
FC Minsk - Lilleström
Górnik Łęczna - Paris Saint-Germain
Servette - Atlético Madrid