Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Níu greindust með kórónuveiruna í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Níu greindust með kórónuveiruna í gær og fimm þeirra voru þegar í sóttkví. Sjö bíða eftir mótefnamælingu eftir skimun á landamærunum. Nærri helmingi fleiri sýni voru tekin í gær en á sunnudag. Nýgengi er nú komið niður fyrir 40 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. 186 eru í einangrun með virkt smit og tæplega 250 í sóttkví.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV