Ölvaður maður var handtekinn í Reykjavík stuttu fyrir þrjú í nótt eftir að hafa slegið leigubílstjóra. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til ástand hans batnar, en hann neitaði að segja til nafns, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.