Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Maður talinn hafa veitt sér stungusár

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Ölvaður maður var handtekinn í Reykjavík stuttu fyrir þrjú í nótt eftir að hafa slegið leigubílstjóra. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til ástand hans batnar, en hann neitaði að segja til nafns, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá sinnti lögregla í Kópavogi og Breiðholti tilkyninningum vegna ölvaðrar stúlku á bókasafni og elds í bíl. Eldsupptök eru ókunn og málið í rannsókn.

Lögregla sinnti manni með stungusár á handlegg og flutti á bráðamóttöku. Grunur er um sjálfsskaða.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur COVID-flutningum í nótt, en annars var nóttin róleg samkvæmt varðstjóra.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV