Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Líta stöðu kjaradeilu flugvirkja alvarlegum augum

Mynd: Guðmundur Bergkvist / rúv
Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins. Deiluaðilar funduðu með ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bindur enn miklar vonir við samningar náist. Hún fundar með forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag um stöðuna.

Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hófst á miðnætti 6. nóvember og  hefur haft áhrif á þyrluflota Gæslunnar svo ekki verður hægt að kalla út björgunarþyrlu á fimmtudag og föstudag.

„Það er fyrst og fremst verkefnið okkar að tryggja öryggi almennings og við megum ekki tefla því í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna að loknum fundi aðspurð um hversu líklegt hún telji að lögbann verði sett á verkfallið. 

Ertu bjartsýn á að það fáist niðurstaða í þetta mál? „Já ég bind enn þá miklar vonir við að það verði samið og ég held að það geti enn þá gerst þó að það virðist vera að það sé ekki mikill gangur í viðræðunum og þess vegna horfum við alvarlegum augum á þessa stöðu og ræddum hana heillengi í dag.“

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Áslaugu Örnu.