Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kínverskt far á leið til Tunglsins

24.11.2020 - 05:11
epa08838329 People watch a Long March 5 rocket carrying the Chang'e-5 lunar probe launching from the Wenchang Space Center in Wenchang, Hainan Island, China, 24 November 2020. China launched a mission to the Moon with an unmanned spacecraft on 24 November 2020 to bring back lunar rocks, the first country to attempt to retrieve material from the Moon in decades.  EPA-EFE/STR CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - COSTFOTO
Kínverjar sendu ómannað geimfar af stað til tunglsins í morgun. Tilgangurinn ferðarinnar er að safna yfirborðssýnum, sem yrði í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Ætlunin er að nýta sýnin til að komast á snoðir um uppruna tunglsins, hvernig það varð til og að rannsaka eldvirkni á yfirborði þess.

Kínverjar verða þá þriðja ríki heims til að sækja sýni til tunglsins en Bandaríkjamenn og Sovétmenn kepptust um að sækja þennan næsta nágranna jarðar heim á sjöunda og áttunda ártug síðustu aldar.

Búist er við að geimfarið lendi á Stormhafinu svokallaða síðar í mánuðinum og hafist þar við í einn tungldag eða sem nemur fjórtán jarðardögum. Farið er búið hátæknilegum búnaði sem á að tryggja góðan árangur við söfnun sýnanna.

Kínversk stjórnvöld hafa varið milljörðum í uppbyggingu geimferðaáætlunar sinnar sem herinn hefur haft yfirumsjón með. Þeir fyrirhuga að koma á loft mannaðri geimstöð fyrir árið 2022 og að ætla að senda menn til tunglsins skömmu síðar.