Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Frans páfi þungorður í garð mótmælenda

epa08835417 Pope Francis leaves after celebrating a Mass for the feast of Christ the King, as part of World Youth Day at St. Peter's Basilica in The Vatican, 22 November 2020.  EPA-EFE/VINCENZO PINTO / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Frans páfi beinir spjótum sínum í nýrri bók að þeim sem hafa mótmælt viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Páfi segir slík mótmæli af allt öðrum meiði en þá réttlátu reiði sem dauði Georges Floyd í vor kveikti víða um heim.

Það fólk sem neiti að virða fjarlægðarmörk og berst gegn ferðatakmörkunum sé ekki fólkið sem mótmæli vegna andláts Floyds. „Að þurfa að bera grímu finnst þessu fólki vera ósanngjörn kvöð af hálfu ríkisins.“

Það fólk mótmæli ekki heldur aðstæðum barna í fátækrahverfum heimsins eða því að fjöldinn allur hafi misst lifibrauð sitt. Páfi er þungorður í bókinni sem heitir Let Us Dream og byggir á samtölum við Austin Ivereigh sem skrifaði ævisögu hans.

Bókin snýst að mestu um viðhorf Frans páfa til viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Hann segir þau sem mótmæli takmörkunum vegna faraldursins ófær um að  horfa framhjá eigin hagsmunum.

Sömuleiðis segir páfi ríkisstjórnir, með örfáum undantekningum, hafa sett hagsmuni almennings í fyrirrúm í aðgerðum sínum. Víðast hafi fyrst og fremst verið afráðið að leggja áherslu á björgun mannslífa og verndun heilsu fólks.