Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Bólusetning skilyrði þess að ferðast með Quantas

24.11.2020 - 02:20
epa06838881 A plane passes a sign as it comes into land at Heathrow Airport in Hounslow, Britain, 25 June 2018. Britain's Parliament votes on plans to expand the airport with a third runway on 25 June 2018.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV
Farþegum sem ætla að ferðast með ástralska flugfélaginu Quantas í framtíðinni verður gert að sýna fram á að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Þetta segir Alan Joyce forstjóri flugfélagsins.

Joyce segir brýna þörf verða á slíku eftir að bóluefni verður komið í almenna notkun. Hann kveðst jafnframt hafa heyrt að hið sama verði uppi á teningnum hjá öðrum flugfélögum heimsins.

Nú séu starfsmenn Quantas að undirbúa breytingar á ferðaskilmálum í millilandaflugi og að eina undantekningin frá bólusetningarkröfunni verði fyrir fólk sem ekki má bólusetja, af læknisfræðilegum ástæðum.

Flugfélög um alla veröld hafa orðið mjög illa úti í faraldrinum, hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum og vinna nú hörðum höndum að því finna leiðir til að vinna sig út úr þeirri stöðu.