Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram á Alþingi í dag eins og til stóð. Ástæðan er sú að atkvæðagreiðslukerfið er bilað og hefur svo verið í nokkra daga.
Viðgerð hefur staðið yfir síðan þá og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í dag vonast til að það komist í lag sem fyrst.
Ef ekki, er alltaf hægt að grípa til handauppréttinga, en það er vissulega seinvirkara.