
655 tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári
Þar kemur fram að í október voru skráð 848 hegningarlagabrot á höfuðborgarvæðinu. Það er fjölgun síðan í september þegar tilkynningarnar voru 787.
30 tilkynningar um kynferðisbrot bárust embættinu í síðasta mánuði. Það er mikil fjölgun frá því í september þegar tilkynnt var um 17 slík brot, en það sem af er ári hafa borist um 27% færri tilkynningar um slík brot en að meðaltali árin 2017-'19.
Tilkynnt var um sjö tilvik í október þar sem lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu voru beittir ofbeldi eða hótað slíku sem er meira en í mánuðinum á undan.
Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og var ekkert stórfellt fíkniefnabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði á milli mánaða og einnig tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fleiri tilkynningar um þjófnaði í október en september, en færri tilkynntu innbrot.
Í október voru skráð 709 umferðarlagabrot. að hraðamyndavélum undanskildum, og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráð um 16% færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.