Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þrír mótmælendur í Hong Kong kveðast sekir um andóf

23.11.2020 - 02:24
epa08836718 Agnes Chow Ting (L), Ivan Lam Long Ying (C), and Joshua Wong Chi-fung (R) arrive at the West Kowloon Law Courts building in Hong Kong, China, 23 November 2020. The three pro-democracy activists are being charged for incitement to knowingly take part in an unauthorised assembly, organising an unauthorised assembly and knowingly taking part in an unauthorised assembly, all related to a rally on 25 June 2020.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joshua Wong einn forystumanna lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong segist ætla að játa sekt sína við réttarhöld yfir honum í dag. Það á jafnframt við um tvo aðra andófsmenn.

Wong, Ivan Lam og Agnes Chow eru ákærð vegna aðildar sinnar að mótmælum við höfuðstöðvar lögreglunnar í Hong Kong síðasta sumar. Mikil, fjölmenn og oft ofbeldisfull mótmælli stóðu yfir í borginni um sjö mánaða skeið á síðasta ári. 

Wong, sem er tuttugu og fjögurra ára, kveður að ekki muni koma sér á óvart að hann verði umsvifalaust settur í varðhald en baráttan fyrir frelsi muni halda áfram. „Það kemur ekki til greina að skríða í duftinu fyrir yfirvöldum í Peking og gefast upp,“ bætti Wong við.