Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mótmæli og handtökur við menntamálaráðuneytið í Varsjá

23.11.2020 - 21:24
epa08837623 People protest against the tightening of the abortion law in front of the Polish Ministry of National Education headquarters in Warsaw, Poland, 23 November 2020. The banner reads, 'Free Abortion, Free Education.' Poland's Constitutional Tribunal on 22 October ruled that laws currently permitting abortion due to foetal defects are unconstitutional. Explaining its verdict, the court said that human life was of value in every development phase, and should therefore be protected by law.  EPA-EFE/Radek Pietruszka POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Fjöldi fólks safnaðist saman við menntamálaráðuneyti Póllands í Varsjá í kvöld eftir að kennurum landsins var hótað viðurlögum fyrir að styðja kröfur mótmælenda opinberlega. 

Hörð gagnrýni beinist að yfirvöldum vegna lagabreytingar sem bannar nær alveg að konur gangist undir þungunarrof í landinu, en löggjöfin í Póllandi var þegar ein sú strangasta í Evrópu.

Nokkrir voru handteknir í aðgerðunum í kvöld, en mótmælendur lokuðu einnig fyrir umferð á nokkrum götum í höfuðborginni til að sýna hvaða hug það ber til stjórnvalda vegna lagabreytingarinnar.