Fjöldi fólks safnaðist saman við menntamálaráðuneyti Póllands í Varsjá í kvöld eftir að kennurum landsins var hótað viðurlögum fyrir að styðja kröfur mótmælenda opinberlega.
Hörð gagnrýni beinist að yfirvöldum vegna lagabreytingar sem bannar nær alveg að konur gangist undir þungunarrof í landinu, en löggjöfin í Póllandi var þegar ein sú strangasta í Evrópu.
Nokkrir voru handteknir í aðgerðunum í kvöld, en mótmælendur lokuðu einnig fyrir umferð á nokkrum götum í höfuðborginni til að sýna hvaða hug það ber til stjórnvalda vegna lagabreytingarinnar.