Vetrarfærð í flestum landshlutum

22.11.2020 - 07:59
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Það er hálka á Hellisheiði, Samdskeiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Greiðfært er á helstu leiðum frá höfuðborgarsvæðinu en víðast hvar hálka eða snjóþekja.

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og sömu sögu er að segja af Austurlandi. Þæfingsfærð er á Mjóafjarðarheiði en greiðfært með ströndinni frá Reyðarfirði og suður úr. 

Þungfært er á Dettifossvegi og snjóþekja á Öxnadalsheiði og hálka á Vatnsskarði. Verið er að kanna ástand vega á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp. Snjóþekja og skafrenningur er á Dynjandisheiði en þar er ekki mokað í dag.Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Vatnaleið og fleiri vegum.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV