
Þrettán fallin í fjöldamorðum í Kólumbíu
Íbúar beggja héraða mátt þola mikið ofbeldi það sem af er þessu ári. Ástandið hefur ekki verið verra í Kólumbíu síðan árið 2016 þegar stjórnvöld undirrituðu friðarsamkomulag við skæruliða í Byltingarher Kólumbíu (FARC). FARC er nú viðurkennd stjórnmálasamtök í landinu.
Í borginni Betania í Antioquiu réðust tíu þungvopnaðir menn að næturlagi inn í svefnskála á kaffibúgarði og hófu skothríð. „Þeir skutu bara á allt sem fyrir varð,“ segir Carlos Villada borgarstjóri Betaniu en átta lágu í valnum. Álitið er að drápin tengist fíkniefnasölu.
Um svipað leyti féllu að minnsta kosti fimm fyrir hendi morðingja í smábænum Argelia í Cauca-héraði. Tvennt særðist í árásunum en maðurinn lét til skarar skríða á knæpu, billjarðstofu og á diskóteki í bænum.
Skæruliðasveitir Frelsishers Kólumbíu (ELN), klofningshóps úr FARC hafa tekist á um ágóða af fíknefnasölu og ólöglegum námugreftri við eiturlyfjasala á svæðinu undanfarin ár.