Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrettán fallin í fjöldamorðum í Kólumbíu

22.11.2020 - 23:32
epa08829849 Protesters march during a new day of national strike in the streets of Bogota, Colombia, 19 November 2020. Unions and Colombian social movements took part this Thursday in another national day of protest against the social and economic policy of the Government of Ivan Duque, and to demand an end to the murders of social leaders.  EPA-EFE/Carlos Ortega
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Að minnsta kosti þrettán eru látin í tvennum fjöldamorðum í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu. Frá því er greint í tilkynningu stjórnvalda í dag að atburðirnir hafi átt sér stað í Antioquia-héraði í norðvesturhluta landsins og Cauca í suðvesturhlutanum.

Íbúar beggja héraða mátt þola mikið ofbeldi það sem af er þessu ári. Ástandið hefur ekki verið verra í Kólumbíu síðan árið 2016 þegar stjórnvöld undirrituðu friðarsamkomulag við skæruliða í Byltingarher Kólumbíu (FARC). FARC er nú viðurkennd stjórnmálasamtök í landinu.

Í borginni Betania í Antioquiu réðust tíu þungvopnaðir menn að næturlagi inn í svefnskála á kaffibúgarði og hófu skothríð. „Þeir skutu bara á allt sem fyrir varð,“ segir Carlos Villada borgarstjóri Betaniu en átta lágu í valnum. Álitið er að drápin tengist fíkniefnasölu.

Um svipað leyti féllu að minnsta kosti fimm fyrir hendi morðingja í smábænum Argelia í Cauca-héraði. Tvennt særðist í árásunum en maðurinn lét til skarar skríða á knæpu, billjarðstofu og á diskóteki í bænum.

Skæruliðasveitir Frelsishers Kólumbíu (ELN), klofningshóps úr FARC hafa tekist á um ágóða af fíknefnasölu og ólöglegum námugreftri við eiturlyfjasala á svæðinu undanfarin ár.