Liverpool fór létt með Leicester

epa08836619 Roberto Firmino (C) of Liverpool celebrates after scoring the 3-0 during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and Leicester City in Liverpool, Britain, 22 November 2020.  EPA-EFE/Laurence Griffiths / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Liverpool fór létt með Leicester

22.11.2020 - 21:25
Það var laskað lið Liverpool sem mætti til leiks á Anfield í kvöld þegar liðið tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrátt fyrir það vann liðið góðan 3-0 sigur.

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, Everton vann Fulham 3-2, West Ham vann Sheffield United 1-0 og Arsenal og Leeds gerðu 0-0 jafntefli.

Lokaleikur dagsins var svo toppslagur milli Liverpool og Leicester. Liverpool var komið í 2-0 forystu í fyrri hálfleik eftir sjálfsmark Johnny Evans og marki frá Diego Jota. Fátt virtist benda til þess að liðið léti þá forystu af hendi heldur þvert á móti bætti það við marki undir lok síðari hálfleiks þegar Roberto Firmino skoraði.

Lokatölur 3-0, Liverpool fer því upp að hlið Tottenham á töflunni í annað sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Lundúnarliðið eða 20 talsins.