Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Kröfu lögmanna Trumps vísað frá í Pennsylvaníu

epa08829726 Lawyer to US President Donald J. Trump and former mayor of New York City Rudy Giuliani (C) and Trump Campaign Senior Legal Advisor Jenna Ellis (L) speak about the president’s legal challenges to his election loss to President-elect Joe Biden in the Republican National Committee Headquarters in Washington, DC, USA, 19 November 2020. President Trump is still promoting baseless claims of massive voter fraud, alleging that he actually won the election.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dómari við umdæmisrétt í Pennsylvaníu-ríki vísaði í dag á bug kröfu lögmanna Donalds Trump um að ógilda bæri sjö milljónir póstatkvæða í ríkinu.

Lögfræðingar forsetans með Rudy Giuliani í broddi fylkingar voru vongóðir um um að Matthew Brann dómari, sem er Repúblikani, léði ásökunum þeirra um kosningasvindl trúverðugleika.

Þar brast síðasta hálmstráið til að snúa niðurstöðum Trump í vil en alls hefur þrjátíu kröfum framboðsins þess efnis verið vísað frá eða hafnað. Tvisvar hefur krafa um slíkt verið samþykkt sem snerust um afar fá atkvæði.

Dómarinn ávítaði lögfræðinga forsetans fyrir skort á sönnunargögnum, þeir hafi aðeins borið fram óljósar ásakanir sem ekki hafi átt sér nokkra lagastoð. Hann sagði gögnin ekki duga til að ógilda eitt atkvæði, hvað þá öll, í einu fjölmennasta og mikilvægasta ríki Bandaríkjanna.