Guðmundur endaði í 16. sæti á Mallorca

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Guðmundur endaði í 16. sæti á Mallorca

22.11.2020 - 16:32
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, vann sig upp um tvö sæti á lokahring Áskorendamótaraðarinnar á Mallorca í dag. Hann lauk leik í 16. sæti.

 

Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu yfir pari var fátt sem fékk stöðvað kylfinginn sem lék annan hringinn á þremur undir pari og þann næsta á einu undir pari. Í dag kom hann inn eftir 18 holur á parinu og endar því samtals á þremur höggum undir pari. 

Guðmundur fékk fjóra skolla og fjóra fugla í dag, rest paraði hann. Þessi árangur skilaði Guðmundi í 16. sæti mótsins en hann var átta höggum frá sigurvegaranum sem kemur frá Tékklandi og heitir Ondrej Lieser.