Tottenham gat með sigri komist upp í toppsæti deildarinnar, í það minnsta þangað til Leicester og Liverpool mætast annað kvöld. City var aðeins með 12 stig fyrir leikinn og þurfti nauðsynlega sigur til að rétta úr kútnum, en eftir aðeins fimm mínútna leik var það Son Heung-min í liði Tottenham sem skoraði fyrsta markið þegar hann kom Tottenham í 1-0. Á 27. mínútu skoraði svo brasilíski framherjinn Gabriel Jesus fyrir Manchester City og jafnaði þar með í 1-1. Það stóð þó reyndar ekki lengi, því markið fékk bara ekki að standa. Dómarinn dæmdi það af vegna hendi á Jesus.
Eftir tuttugu mínútna leikm í síðari hálfleik gerði Harry Kane vel hjá Tottenham þegar hann renndi boltanum inn fyrir vörn City á Giovani Lo Celso sem jók forskot Tottenham í 2-0. Þar með innsiglaði hann sigurinn og Tottenham er því á toppi ensku úrvalsdeildarinnar allavega þar til annað kvöld.