Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Miklar sprengingar í Kabúl

epa08832262 A man cycles past a damaged vehicle in the aftermath of a rocket attack in Kabul, Afghanistan, 21 November 2020. According to media reports at least one person was killed and three others were injured as several rockets landed on the Afghann capital.  EPA-EFE/Jawad Jalali
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nokkrar háværar sprengingar skóku miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan í morgun. Að sögn fréttaritara AFP fréttastofunnar var líkast því sem eldflaugum hefði verið skotið hverri á eftir annarri.

Hið minnsta þrjú eru látin og ellefu særð en sprengingarnar urðu á þéttbýlu svæði í miðborginni og við græna svæðið, öryggissvæðis þar sem alþjóðleg fyrirtæki og sendiráð hafa aðsetur. Fyrr í morgun féll einn lögreglumaður og þrír særðust í sprengjuárás í borginni.

Enginn hefur enn lýst ábyrgð á tilræðinu sem var gert skömmu áður en Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til fundar með fulltrúum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í Katar.

Talibanar hétu því í samkomulagi við Bandaríkin að gera ekki árásir á þéttbýlum svæðum og sverja af sér alla aðild að atlögunni. Ríkisstjórnin hefur þó sakað þá um að hafa gert árásir í höfuðborginni undanfarið.

Fréttin var uppfærð kl. 6:35

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV