Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Tekur tíma að vinna upp hallarekstur LSH

21.11.2020 - 18:46
Landspítalinn stendur að óbreyttu frammi fyrir fjögurra komma þriggja milljarða hagræðingarkröfu á næsta ári og hefur óskað eftir að fá að vinna hallann upp á þremur árum. Jafnvel þannig sé ljóst að þjónusta við sjúklinga á eftir að skerðast.

Kaflaskil urðu í áratuga baráttu Auðar Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðings, fyrir lækningu við lömun þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti að setja leit að lækningu inn í sérstaka framkvæmdaáætlun.

Þrjátíu og fimm fyrirtæki hafa leyfi til að starfrækja fiskeldisstöðvar hér á landi og mega ala þar tæp 110 þúsund tonn. Það stefnir í að framleiðsla aukist um fjörutíu prósent miðað við umsóknir um ný rekstrarleyfi.

Bændur í Danmörku fjölmenntu á dráttarvélum til miðborga Kaupmannahafnar og Árósa í dag. Þar mótmæltu þeir því að stjórnvöld hafi, án þess að hafa heimild i lögum, fyrirskipað að aflífa skyldi alla minka á minkabúum landsins, eftir að stökkbreytt kórónuveira greindist. 

Tónelskir aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar fengu í dag sendingu frá sellóleikurum, sem léku tónlistina heima í stofu í miðbænum. Þetta er að mörgu leyti ekki ólíkt því að spila fyrir sal fullum af fólki, segir Bryndís Halla Gylfadóttir.  

Þetta og fleira í kvöldfréttum RÚV kl 19:00.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV