Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Aðgerðir stjórnvalda og bóluefni

21.11.2020 - 12:11
Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir að það hefði mátt útvíkka hlutabótaleiðina. Ekki megi bíða mikið lengur en til febrúar til að fá svör um sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins kallar eftir meiri fyrirsjáanleika á sóttvarnaraðgerðum innanlands. 

 

Smitstjúkdómalæknir segir að lyfið remdisivir, sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur mælt gegn notkun á, hafi gefið góða raun hér á landi. Læknir muni leggjast yfir niðurstöður stofnunarinnar.

Sex stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á Alþingi skiluðu hagnaði á árinu 2019 og fjárhagsstaða þeirra er mun betri en árið 2018. Langstærstur hluti teknanna kemur úr opinberum sjóðum. 

Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar  hafa stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu og telja engar forsendur til að afturkalla gerða samninga um aukin launakjör og lífeyrisgreiðslur

Lögregla þarf að leita að færri týndum börnum nú en fyrir faraldurinn, en leitarbeiðnum fjölgar þó vegna þess að hvert barn týnist oftar. Neysla lyfseðilskyldra lyfja hefur minnkað og hörð fíkniefnaneysla sömuleiðiss.

 

Veðurhorfur: Norðan og norðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu með rigningu eða snjókomu um landið norðanvert, annars úrkomulítið. Norðan fimm til þrettán síðdegis og minnkandi úrkoma fyrir norðan. Hiti að fimm stigum, en vægt frost inn til landsins. Fremur hæg breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og sums staðar él á sunnanverðu landinu, einkum austantil. Frost að sex stigum. 

Hádegisfréttir verða sagðar kl 12:20.

 

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV