Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Haaland gulldrengur Evrópu

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

Haaland gulldrengur Evrópu

21.11.2020 - 11:14
Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland sem leikur með Dortmund í Þýskalandi var í gær krýndur gulldrengur Evrópu. Verðlaunin, sem eru mjög eftirsótt, eru veitt þeim unga leikmanni sem þykir hafa skarað fram úr í Evrópu síðasta árið.

Það er ítalska blaðið Tuttosport sem stendur fyrir valinu en einungis leikmenn 20 ára og yngri eru gjaldgengir.

Erling Haaland hefur átt frábært tímabil fyrir Boroussia Dortmund en hann skoraði 44 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á síðasta tímabili.

Leikmenn sem hafa unnið þessi eftirsóttu verðlaun undanfarin ár eru meðal annars Kylian Mbappé, Joao Felix og Matthijs de Ligt.