Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ferna frá gulldrengnum bjargaði Dortmund

epa08834786 Dortmund's Erling Haaland (3-L) and his team mates celebrate his 1-2 lead during the German Bundesliga soccer match between Hertha BSC Berlin and Borussia Dortmund in Berlin, Germany, 21 November 2020.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN / POOL CONDITIONS - ATTENTION: The DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ferna frá gulldrengnum bjargaði Dortmund

21.11.2020 - 21:33
Dortmund lenti í kröppum dansi með Herthu Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erling Braut Haaland bauð hins vegar upp á sýningu, en hann var í morgun valinn gulldrengur Evrópu.

Líkt og við greindum frá í morgun var það blaðið Tuttosport á Ítalíu sem velur hver fær þennan titil ár hvert og hafa verðlaunin ratað á efnilegustu leikmenn álfunnar undanfarin ár, svo sem Kylian Mbappé og Joao Felix.

Í kvöld var komið að gulldrengnum sjálfum, Erling Braut Haaland að sýna sig og sanna enn á ný. Lið hans Dortmund er sem fyrr í eltingaleik við Bayern Munchen um þýska meistaratitilinn en Bayern missteig sig í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Werder Bremen. 

Dortmund lenti 1-0 undir gegn Herthu Berlin og þannig var staðan í hálfleik. Á rétt rúmlega korters kafla í seinni hálfleik hafði Norðmaðurinn ungi hins vegar skorað þrennu og nánast gert út um leikinn. Raphael Guerrero kom Dortmund svo í 4-1 áður en Hertha Berlin minnkaði muninn í 4-2. Þá var aftur komið að Haaland sem skoraði fjórða mark sitt og fimmta mark Dortmund í hreint út sagt mögnuðum leik. Lokatölur 5-2 og Dortmund stigi á eftir Bayern í öðru sæti deildarinnar.