Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Chelsea á toppinn í ensku úrvalsdeildinni

epa08833195 Tammy Abraham (C-L) and Ben Chilwell (C-R) of Chelsea celebrates their second goal during the English Premier League soccer match between Newcastle United and Chelsea FC in Newcastle, Britain, 21 November 2020.  EPA-EFE/Lindsey Parnaby / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Chelsea á toppinn í ensku úrvalsdeildinni

21.11.2020 - 15:10
Chelsea vann Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum fer Chelsea á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Það var Federico Fernandez sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og koma Chelsea í 1-0 forystu strax á 10. mínútu leiksins. Þannig var staðan í hálfleik

Í seinni hálfleik var Chelsea betri aðilinn og uppskar mark á 65. mínútu. Þar var á ferðinni Tammy Abraham og gulltryggði hann þar með 2-0 sigur Chelsea, fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin fyrir neðan eiga þó leik til góða.