Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vill sporna gegn markaðssvikum

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.

Hluti af viðbrögðum G20-ríkjanna hafi verið að ákveða að efla eftirlit og samræma viðurlög við brotum á verðbréfamarkaði. Með frumvarpsdrögunum er lagt til að reglur Evrópusambandsins verði leiddar í lög hér á landi sem lúta að markaðssvikum og opinberi birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda.

Markaðssvik er hugtak sem nær yfir innherjasvik, ólögmæta miðlun innherjaupplýsinga og markaðsmisnotkun. Slík hegðun kemur í veg fyrir fullt og eðlilegt gagnsæi á markaði sem er meginforsenda jafnra samkeppnisskilyrða og viðskipta fjárfesta á samþættum fjármálamörkuðum. Opinber birting innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda er nauðsynleg til að koma í veg fyrir innherjasvik og til að tryggja að fjárfestar séu ekki blekktir.

 

segir í frumvarpsdrögunum. Þá er í þeim tíundaðar refsingar við markaðssvikum en þær eru óbreyttar frá gildandi lögum. 

 

 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV