Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kynna viðspyrnuaðgerðir klukkan þrjú í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurjón Ragnar - Stjórnarráðið
Ríkisstjórnin kynnir framhald af aðgerðum til að sporna við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins í Hörpu í dag klukkan 15.00.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra kynna aðgerðirnar. 

Kynningarfundurinn verður sýndur í sjónvarpi RÚV og á ruv.is, og útvarpað á Rás 2.