Guðjón tilkynnti þetta á Facebook nú undir kvöld og segir að ekki hafi náðst samkomulag um áframhaldandi samstarf. Guðjón tók við Ólafsvíkingum á miðri síðustu leiktíð.
„Ljóst er orðið að ég verð ekki í þjálfari Víkings Ólafsvík á næstu leiktíð þó ég hafi haft áhuga á því. Mismunandi áherslur sem leiddu til þess að ekki náðist samkomulag um framhald á samstarfi. Þrátt fyrir að ég hafi gert þeim tilboð sem ég tel að hafi verið mjög sanngjarnt miða við gefnar forsendur og mun lægra en forveri minn í starfi hafði. Ég óska Víkingum alls hins besta og þakka samstarfið. Leikmönnum, aðstoðarmanni og öðru samstarfsfólki vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf. Fótboltakveðja," segir Guðjón á Facebook-síðu sinni.