
Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota
Miklar aurskriður féllu í Matagalpa-fjöllum í Níkaragva og hafa björgunarsveitir unnið hörðum höndum í dag við leit að fólki þar. Níu fórust í skriðunum á þriðjudaginn, þar af sex börn en fjölda fólks er enn saknað. Enn er talin verulega hætta á að skriður falli víðsvegar um Níkaragva, Hondúras og Gvatemala.
Gríðarleg flóð fylgja Iota og er stórt landsvæði í Hondúras nú umlukið vatni úr fljótum sem flætt hafa yfir bakka sína. Ríkisstjórnir í Mið-Ameríku hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir hamfarirnar.
Þegar hafa nokkrar hjálparstofnanir og Evrópusambandið heitir nokkrum tugum milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs og uppbyggingar á svæðinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að afleiðingar fellibylsins snerti 4.6 milljónir, þar af tæplega tvær milljónir barna.