Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota

20.11.2020 - 02:14
epa08830108 A partialy submerged traffic sign in the large floods left by the overflows of the different rivers due to the passage of Hurricane Iota in Potrerillos, Honduras, 19 November 2020. The flooding left by Tropical Storm Iota in Honduras, with a greater magnitude in the north of the country, began to recede this Thursday, but the danger continues due to the destruction left by Tropical Storm Iota, with the soil highly saturated with water and vulnerable.  EPA-EFE/José Valle
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nú er talið að fellibylurinn Iota hafi orðið 44 að fjörtjóni í löndum Mið-Ameríku. Björgunarsveitir leggja hart að sér við björgun mannslífa og mannvirkja.

Miklar aurskriður féllu í Matagalpa-fjöllum í Níkaragva og hafa björgunarsveitir unnið hörðum höndum í dag við leit að fólki þar. Níu fórust í skriðunum á þriðjudaginn, þar af sex börn en fjölda fólks er enn saknað. Enn er talin verulega hætta á að skriður falli víðsvegar um Níkaragva, Hondúras og Gvatemala. 

Gríðarleg flóð fylgja Iota og er stórt landsvæði í Hondúras nú umlukið vatni úr fljótum sem flætt hafa yfir bakka sína. Ríkisstjórnir í Mið-Ameríku hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir hamfarirnar.

Þegar hafa nokkrar hjálparstofnanir og Evrópusambandið heitir nokkrum tugum milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs og uppbyggingar á svæðinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að afleiðingar fellibylsins snerti 4.6 milljónir, þar af tæplega tvær milljónir barna.