Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Frumraun Douglas Stuart fær Booker bókmenntaverðlaunin

epa08830097 A handout photo made available by the Booker Prize Foundation shows the Scottish-American author Douglas Stuart on 09 November 2019 (issued 19 November 2020). Douglas Stuart on 19 November 2020 won 2020 Bokker Prize for his debut autobiographical novel 'Shuggie Bain', about his childhood in Glasgow, Scotland in 1980s.  EPA-EFE/MARTYN PICKERSGILL / BOOKER PRIZE FOUNDATION / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BOOKER PRIZE FOUNDATION

Frumraun Douglas Stuart fær Booker bókmenntaverðlaunin

20.11.2020 - 00:28

Höfundar

Skoski rithöfundurinn Douglas Stuart hlaut í dag hin virtu Booker-verðlaun fyrir frumraun sína Shuggie Bain.

Bókin hefur hlotið einróma lof og fjallar um líf verkamannafjölskyldu í heimaborg höfundarins Glasgow. Hún gerist á níunda áratug síðustu aldar og byggir á æsku Stuarts sjálfs sem ólst upp hjá móður sem barðist við áfengisfíkn sem að lokum dró hana til dauða.

Rithöfundurinn, sem býr í New York, flutti hjartnæma ræðu gegnum fjarfundabúnað og sagði að líf hans yrði aldrei samt. „Mamma væri stolt af mér, hún væri himinlifandi og stolt,“ sagði Stuart og að kærleiki og kvöl hefði fylgt því að skrifa Shuggie Bain. 

Booker verðlaunin voru fyrst veitt árið 1969. Verðlaunaféð nemur 50 þúsundum sterlingspunda og tryggir handhafa þeirra alþjóðlega frægð og frama. 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Booker-verðlaunahafi stolt eins og „kýr með sjö júgur“

Bókmenntir

Tveir höfundar fá Man Booker verðlaunin