Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.

Fréttablaðið hefur eftir Andrési Inga að allt sé undir, ríkisleyndarmál, viðskiptaupplýsingar og persónuupplýsingar um almenning. Ísland hafi aldrei verið undanskilið njósnum og áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hafi aukist vegna umsvifa Kínverja og Rússa á norðurslóðum.

Andrés Ingi tengir fyrirspurn sína því að nýlega komst upp að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi notað ljósleiðara til njósna víða um lönd eftir að hafa fengið aðgang að slíkum hjá leyniþjónustu danska hersins.