Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Varð samstundis ástfanginn af Carmen

Mynd: - / Íslenska óperan

Varð samstundis ástfanginn af Carmen

19.11.2020 - 10:59

Höfundar

„Þetta var svo skrýtið, maður hafði mikið farið í leikhús en þarna var klappað eftir hvert einasta lag og sérstaklega þegar Sigríður Ella var búin að syngja,“ segir Gunnar Helgason um fyrstu óperuminninguna sína.

Íslenska óperan er 40 ára í ár. Af því tilefni er litið til baka og góðra stunda minnst. Þátttakendur úr ýmsum áttum deila minningum sínum og upplifun af óperum.

„Ég endaði í Óperunni á Carmen 1984 og ég veit ekki af hverju. Ég man ekkert æðislega mikið eftir þessari uppfærslu en ég man alveg hvar ég sat, ég man í hverju ég var,“ segir Gunnar Helgason rithöfundur. „Þegar [Sigríður Ella Magnúsdóttir] kom, maður varð ástfanginn um leið. Hún var stórkostleg í þessu hlutverki.“

uppsetning íslensku óperunnar, Carmen, með Sigríði Ellu.
 Mynd: - - ÍÓ
Sigríður Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes í uppfærslu Íslensku óperunnar á Carmen.

Áhrifin áttu síðar meir eftir að rata í bók eftir hann, Mömmu klikk.

„Mamma klikk er óperusöngkona, þess vegna er hún pínu klikk. Það hlaut að vera Carmen sem er aðal í bókinni, sem er óperan sem að mamman er að reyna að fá hlutverk í. Ég er að fatta það núna að Katrín, mamma klikk, hún lítur svolítið út eins og Sigríður Ella. Ég var nú eiginlega að vonast til að hitta hana hérna. En ég hálf feginn að það gerðist ekki, ég hefði bara orðið svo „starstruck,“ ég hefði ekki getað sagt neitt.“

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Listform fyrir alla skynjun

Klassísk tónlist

„Þetta á eftir að verða drepleiðinlegt!“

Klassísk tónlist

Íslenska óperan 40 ára í dag