Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sannað þykir að ástralskir hermenn hafi myrt 39 Afgani

epa08828513 Chief of the Australian Defence Force (ADF) General Angus Campbell delivers the findings from the Inspector-General of the Australian Defence Force Afghanistan Inquiry, in Canberra, Australia, 19 November 2020. A landmark report has shed light on alleged war crimes by Australian troops serving in Afghanistan.  EPA-EFE/MICK TASIKAS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Áralöng rannsókn leiðir í ljós trúverðuga sönnun þess að áströlsk sérsveit hafi orðið minnst 39 óbreyttum borgurum og föngum að bana í Afganistan.

Angus Campell yfirhershöfðingi ástralska heraflans hefur beðið Afgani afsökunar á illvirkjum ástralskra sérsveitarhermanna og útilokar ekki að þeir sem beri ábyrgð verði ákærðir fyrir stríðsglæpi. Jafnframt þætti honum við hæfi að allar heiðursorður yrðu dregnar til baka.

„Nokkrir hermenn tóku lögin í sínar hendur, reglur voru brotnar, sannleikanum var hagrætt og fangar voru myrtir,“ segir Campell í kjölfar þess að niðurstaða rannsóknarinnar var gerð heyrinkunnug. Atburðirnir komust í hámæli árið 2017 eftir að ABC sjónvarpsstöðin birti skýrslur um málið. 

Lýsingar á framferði hermannanna eru óhugnanlegar, rannsóknin greinir meða annars frá morði á sex ára barni og því að hermönnum var leyft að skjóta fanga til bana til að geta sagst hafa fellt sinn fyrsta óvin.

Campell sagði atferli hermannanna svartan blett á herdeild þeirra, ástralska hernum og Ástralíu sjálfri. Herinn hefur notið mikillar virðingar í heimalandinu en ástralskar hersveitir voru í Afganistan frá 2001 til 2016.