
Tekjur ríkissjóðs dragast saman sem nemur fjórum milljörðum króna á næsta ári vegna þessarar tímabundnu lækkunar, sagði ráðherra í ræðu sinni þegar hann mælti fyrir frumvarpinu.
„Í frumvarpinu er meðal annars lögð til tímabundin lækkun á tryggingagjaldinu auk nauðsynlegra leiðréttinga og annarra breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. „Einnig er um að ræða undanþágu ökutækja, sem knúin eru metani, metanóli, rafmagni eða vetni til vöruflutninga frá vörugjaldi og greiðslu á lágmarks bifreiðagjaldi í tilfelli rafmagns og vetnisbifreiða og fleira.“
Fjölmargar breytingar og leiðréttingar eru í frumvarpinu sem flestar eru vegna kórónaveirufaraldursins. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að hans flokkur hefði viljað sjá mun myndarlegri lækkun tryggingagjalds og jafnvel fella það niður tímabundið.