Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

FIFA: Fæðingarorlof frá fótbolta frá og með næsta ári

epa07701736 USA's Rose Lavelle (L) celebrates after scoring during the final match between USA and Netherlands at the FIFA Women's World Cup 2019 in Lyon, France, 07 July 2019.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA

FIFA: Fæðingarorlof frá fótbolta frá og með næsta ári

19.11.2020 - 20:20
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að setja reglugerð sem gerir kvenmönnum í atvinnumennsku kleift að fara í fæðingarorlof frá knattspyrnu frá og með 1. janúar 2021.

Ný reglugerð um fæðingarorlof yrði sett í þeim tilgangi að vernda konur í knattspyrnu og er af mörgum talin nauðsynlegt skref fyrir íþróttina. Þá gæti FIFA refsað félögum sem fylgja ekki reglugerðinni með að banna félagaskipti til og frá þeim liðum.

Verði reglugerðin að veruleika hefðu kvenkyns atvinnumenn þá rétt á að minnsta kosti 14 vikna fæðingarorlofi á a.m.k. 67% af heildarlaunum þeirra. Reglugerðin mun fara fyrir þing FIFA í desember og þá verður kosið um hvort hún verði samþykkt. Með þessu á að sjá til þess að félög endi ekki samninga við konur sem verða óléttar. Gerist félög hins vegar sek um það mun FIFA hafa heimild til að beita sektum, greiða bætur til leikmannsins og sett félagsskiptabann á viðkomandi félag. Með því er hægt að vernda leikmennina, segir í tilkynningu frá FIFA.

FIFA rökstyður reglugerðarsetninguna með því að segja að hún sé í raun heilbrigð skynsemi. Í sumum löndum hafi kvenkyns leikmenn þessi réttindi en með reglugerðinni gæti FIFA komið þessu á innan 211 knattspyrnusambanda um allan heim. Verði reglugerðin að veruleika mun hún gilda frá 1. janúar á næsta ári.